Veðurstofan veitir aðgengi að landupplýsingum eftir nokkrum leiðum með mismunandi aðferðum. Þessari síðu er ætlað að veita heildstætt yfirlit yfir þau gögn og þær þjónustur sem stofnunin veitir opið aðgengi að í formi landupplýsinga. Rekstur landupplýsingagáttar og þjóna er hluti að því að uppfylla stefnu stofnunarinnar og koma til móts við þarfir almennings um aðgengi að landupplýsingum samkvæmt lögum nr. 44/2011, um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Veðurstofan safnar, skráir, varðveitir, afhendir og miðlar gögnum á starfssviði sínu, jafnt eigin gögnum sem annarra, í samræmi við lög, reglur, samþykktir og samninga. Veðurstofan gætir hagsmuna viðskiptavina og rannsókna við miðlun og afhendingu gagna
Veðurstofa Íslands heldur úti nokkrum tegundum af grunnkortum sem notendur geta nýtt sér sem bakgrunn í kortagerð eða kortaviðmót. Grunnkortin byggja á gögnum frá Landmælingum Íslands, Natural Earth og OpenStreetMap auk eigin gagna.
Veðurstofa Íslands rekur ArcGIS Server landupplýsingaþjón sem veitir almenningi aðgang að margskonar gögnum og grunnkortum auk þess að hýsa kortaþjónustur fyrir hinar ýmsu vefkortasjár Veðurstofunnar eins og Ofanflóðakortasjá og Íslensku Eldfjallasjánna.
Listi yfir allar ArcGIS Server þjónustur
Hægt er að tengjast stökum þjónustum á ArcGIS Server sem WMS eða WMTS þjónustum.
Veðurstofa Íslands rekur stæðu af GeoServer landupplýsingaþjónum sem styðja við margþætt innri og ytri kerfi sem birta og vinna með landupplýsingar. Á ytri GeoServer þjónum má nálgast þekjur sem annað hvort WMS eða WFS þjónustur.
WMS endapunktur fyrir GeoServer
WFS endapunktur fyrir GeoServer (mælum með að nota WFS útgáfu 1.1)