Veðurstofan veitir aðgengi að landupplýsingum eftir nokkrum leiðum með mismunandi aðferðum. Þessari síðu er ætlað að veita heildstætt yfirlit yfir þau gögn og þær þjónustur sem stofnunin veitir opið aðgengi að í formi landupplýsinga. Rekstur landupplýsingagáttar og þjóna er hluti að því að uppfylla stefnu stofnunarinnar og koma til móts við þarfir almennings um aðgengi að landupplýsingum samkvæmt lögum nr. 44/2011, um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.

Veðurstofan safnar, skráir, varðveitir, afhendir og miðlar gögnum á starfssviði sínu, jafnt eigin gögnum sem annarra, í samræmi við lög, reglur, samþykktir og samninga. Veðurstofan gætir hagsmuna viðskiptavina og rannsókna við miðlun og afhendingu gagna

Grunnkort

Veðurstofa Íslands heldur úti nokkrum tegundum af grunnkortum sem notendur geta nýtt sér sem bakgrunn í kortagerð eða kortaviðmót. Grunnkortin byggja á gögnum frá Landmælingum Íslands, Natural Earth og OpenStreetMap auk eigin gagna.

Grunnkort í Lambert keiluvörpun (EPSG:3057)

Þetta grunnkort hentar vel fyrir notendur landupplýsingahugbúnaðar eins og t.d. ArcGIS eða QGIS sem vilja fá bakgrunnskort í lit sem tekur þó ekki mikla athygli frá þeim gögnum sem lögð eru ofan á kortið. Kortið er einnig fáanlegt í grátóna útgáfu þar aðeins eru notaðir gráir litir á landi. Kortin eru í Lambert keiluvörpun í viðmiðun ISN93 (EPSG:3057).

Skoða kortið í vafra

Skoða kortið í vafra (grátóna kort)

WMTS endapunktur

WMTS endapunktur (grátóna kort)

Grunnkort í Web Mercator vörpun (EPSG:3857)

Þetta grunnkort hentar vel fyrir notendur landupplýsingahugbúnaðar eins og t.d. ArcGIS eða QGIS sem vilja fá bakgrunnskort í lit en gera kröfu um að kortið sé í sömu vörpun og viðmiðun og t.d. Google Maps, OpenStreetMap, grunnkort ESRI eða önnur stór grunnkort sem dekka megnið af yfirborði jarðar. Kortið er í Web Mercator vörpun og í viðmiðun WGS84 (EPSG:3857).

Skoða kortið í vafra

WMTS endapunktur

Grunnkort sem XYZ flísar

Þetta grunnkort hentar vel þeim sem vilja smíða sitt eigið viðmót sem nýtir grunnkort Veðurstofunnar sem bakgrunnskort á t.d. vefsíðu. Kortinu er þjónað út á sama hátt og önnur stór grunnkort eins og Google Maps og OpenStreetMap þar sem myndaflísar eru aðgengilegar beint á vefþjóni skv. ákveðnu skipulagi, gjarnan talað um XYZ flísar. Kortið er í Web Mercator vörpun í viðmiðun WGS84 (EPSG:3857)

Skoða kortið í vafra (væntanlegt)

XYZ endapunktur: https://geo.vedur.is/geoserver/www/imo_basemap_epsg3857/{z}/{x}/{y}.png

ArcGIS Server REST þjónustur

Veðurstofa Íslands rekur ArcGIS Server landupplýsingaþjón sem veitir almenningi aðgang að margskonar gögnum og grunnkortum auk þess að hýsa kortaþjónustur fyrir hinar ýmsu vefkortasjár Veðurstofunnar eins og Ofanflóðakortasjá og Íslensku Eldfjallasjánna.

Listi yfir allar ArcGIS Server þjónustur

Hægt er að tengjast stökum þjónustum á ArcGIS Server sem WMS eða WMTS þjónustum.

Íslensk eldfjallavefsjá

Margar af þeim kortaþekjum sem birtar eru í Eldfjallasjánni er aðgengilegar almenningi til að nýta til eigin kortagerðar. Þekjurnar eru allar saman í einni WMS þjónustu og er raðar eftir eldfjöllum eins og þau birtast í Eldfjallasjánni. Athugið að sumar kortaþekjur Eldfjallasjárinnar eru hýstar þjóni hjá ÍSOR og því ekki aðgengilegar beint frá Veðurstofunni. Í flestum tilfellum birtast þekjur aðeins í ákveðnum mælikvörðum eins og t.d. á milli 1:500.000 og 1:1.000. WMS þjónustan er í Lambert keiluvörpun í viðmiðun ISN93 (EPSG:3057).

WMS endapunktur

Ofanflóðakortasjá

Veðurstofa Íslands hefur haldið opinni kortasjá fyrir gögn tengd ofanflóðum frá því í október 2012. Sjáin var unnin til að auðvelda aðgengi notenda, bæði almennings og sérfræðinga, að ofanflóðagögnum sem varðveitt eru hjá Veðurstofu Íslands. Hægt er að nálgast stakar kortaþekjur úr vefsjánni sem WMS þjónustur, en þær eru allar í Lambert keiluvörpun í viðmiðun ISN93 (EPSG:3057). Eftirtaldar þekjur eru tiltækar sem stakar WMS þjónustur:

  • Farvegaskipting fyrir ofanflóð
  • Útlínur snjóflóða
  • Hættumat og jafnáhættulínur
  • Rýmingarreitir
  • Staðsetning snjódýptarmælistöðva

WMS endapunktur fyrir farvegi

WMS endapunktur fyrir útlínur snjóflóða

WMS endapunktur fyrir hættumat og jafnáhættulínur

WMS endapunktur fyrir rýmingareiti

WMS endapunktur fyrir snjódýptarmælistöðvar

Örnefni

Örnefnaþekja Veðurstofunnar sýnir helstu örnefni í landslagi, vatnafari og þéttbýli á Íslandi. Þekjan er stillt í mismunandi upplausn og áferð eftir í hvaða mælikvarða hún er skoðuð. Þekjuna er hægt að nota við almenna kortagerð og/eða í vefsjár svo framarlega sem heimilda sé getið. Þjónustan er í Lambert keiluvörpun með í viðmiðun ISN93 (EPSG:3057).

WMTS endapunktur fyrir örnefni

GeoServer

Veðurstofa Íslands rekur stæðu af GeoServer landupplýsingaþjónum sem styðja við margþætt innri og ytri kerfi sem birta og vinna með landupplýsingar. Á ytri GeoServer þjónum má nálgast þekjur sem annað hvort WMS eða WFS þjónustur.

WMS endapunktur fyrir GeoServer

WFS endapunktur fyrir GeoServer (mælum með að nota WFS útgáfu 1.1)